Velkomin í sjöttu þáttaröð Tæknivarpsins!
Það er búið að vera fullt af tæknifréttum í sumar. Vodafone og Nova héldu kynningu á því sem 5G getur gert í svokölluðum 5G trukki frá Huawei þar sem við fengum að fikta í framtíðargræjum. Epic er að rugga bátnum í sölulíkani app-verslana og vill helst ekki borga nein umboðslaun. Samsung dældi út nýjum símum: Note20 og Z Fold 2 samanbrjótanlega símanum, sem er á leið til landsins og mun brjóta banka. Nvidia hélt eldhúspartý í vikunni og kynnti sjóðheit skjáskort sem okkur langar í.
Það eru breytingar í vændum og við biðjum hlustendur um að taka þátt í hlustendakönnun okkar (sem þið finnið á twitter.com/taeknivarpid).
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gulli.