Apple hefur sett viðburð á dagskrá og Tæknivarpið fer yfir ALLA lekana um nýjar græjur. Við tölum ekki bara um Apple (við reyndum en það er fullt af tæknifréttum). Það er búið að setja Doom upp á stafrænni óléttustöng. Microsoft kom öllum á óvart og kynnti nýja Xbox tölvu sem kemur í sölu á sama tíma og Xbox One Series X. Svo er fullt af spennandi símum á leiðinni: nýr Poco sími, LG Wind sími með "flip skjá" og Razr 2. Við rennum líka hratt yfir tilkynningar af IFA ráðstefnunni.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.