250 – Playstation 5 mjög svöl og „Hi, Speed“ viðburður hjá Apple

7. október 2020

Í 250. þætti Tæknivarpsins er farið um víðan völl. Við fjöllum um hrinu netsvindla á Íslandi sem lögreglan varar við, nýjar Surface vélar frá Microsoft, Google rabrandið úr G-Suite í Workspace, nýjungar í Slack spjallkerfinu, innyflin í PS5 þar sem leynist risa kæliplata og vifta á við þotuhreyfil og svo allt sem verður og gæti verið á Apple viðburðinum 13. október (iPhone, iPhone, iPhone, iPhone!).

Stjórnendur þáttarins eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Mosi.