253 - AMD svarar NVidia og Airpods lekar

Póst- og fjarskiptastofnun framkvæmdi neytendakönnun á íslenskum fjarskiptamarkaði og gaf út niðurstöðurnar í vikunni. Hægt er að lesa allar 164 blaðsíðurnar hér https://www.pfs.is/library/Skrar/Neytendur/Neytendakonnun_PFS_a_fjarskiptamarkadi_okt2020.pdf. Við rennum snögglega yfir niðurstöður sem eru mjög viðamiklar. Tæknivarpið fór í útvarpsviðtal og var skemmtilega sakað um að vera falin auglýsing í Facebook grúppunni Markaðsnördar ? AMD svarar NVidia fullum hálsi með nýjum skjákortum sem gefa nýju RTX línunni ekkert eftir: RX6000 línunni. Cyberpunk 2077 hefur verið seinkað, aftur, og kemur út 10. desember. Önnur kynslóð Motorola Razr samanbrjótanlega símans er komin út, og virðist ekki vera heilla neinn nema Bjarna Ben.

Airpods lekar eru byrjaðir og koma frá Mark Gurman hjá Bloomberg sem er talinn vera nokkuð traustverðugur. Samkvæmt Gurman koma ný Airpods á næsta ári. Við eigum von á þriðju kynslóð af Airpods og annarri kynslóð af Airpods Pro. Airpods eiga að fá styttri stilk eins og núverandi Airpods Pro. Airpods Pro eiga að láta stilkinn hverfa. Ein af helstu áherslum Apple í þróun Airpods er lengri rafhlöðuending.

Gleðilegan iPhone-dag! iPhone 12 og 12 Pro eru lentir ?

Stjórnendur í þætti 253 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram