254 - Apple Watch fær LTE og fullt af nekt

Apple Watch snjallúrið fær loksins farsímasamband á Íslandi í nóvember og ríður Nova fyrst á vaðið. Nova fór af stað með látum og bjó til augýsingu fyrir úrið þar sem allir fara úr fötunum. Hin stóru fjarskiptafélögin segjast vera að vinna að LTE-stuðningi. 

Sýn kynnti nýtt uppgjör og fer inn á mögulega sölu óvirkra innviða. Nova er einnig í viðræðum um sölu á innviðum. Sýn er tvístígandi í 5G útaf mögulegu banni á notkun búnaðar frá Huawei, sem er áhugavert því bæði Nova og Sýn eru að setja upp 5G búnað.

Spotify er að uppfæra Apple Watch appið sitt og getur nú loksins streymt tónlist í úrið. Sem er eina hlutverk Spotify. 

Pixel 5 síminn kemur til Íslands í dag hjá Emobi og kostar 135 þúsund krónur. Líklega er von á Pixel 5 hjá Símanum, sem Elmar kallar segir vera heimili Pixel fram að þessu. Það eru þó margar staðfestar sögur af vandamálum með skjáinn á Pixel 5. Skjárinn á símanum virðist í einhverjum tilvikum fara um 1 mm frá skelinni og mynda smá bil sem er fullkomið fyrir ryk. Google segist hafa skoðað málið og telur þetta vera eðlilegt. Er það samt? 

Atli er búinn að vera prófa iPhone 12 Pro og fer yfir fyrstu viðbrögð.

Apple hefur sent út boðskort fyrir netviðburð þann 10. nóvember þar sem nýjar tölvur með ARM örgjörvum verða alveg örugglega kynntar. 

Stjórnendur í þætti 254 eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram