255 - Apple skiptir um örgjörva

Storytel hefur gefið út sitt eigið lesbretti og kostar það 18.990 krónur stykkið. Bretti er háð áskrift frá Storytel og getur bara nýtt sér bækur þaðan. Það er einungis 200 grömm og er með baklýstan skjá með rafbleki.

Apple breytti heiminum á þriðjudaginn og kynnti nýjar Mac-tölvur með ARM örgjörvum. Það þýðir meira afl, minni hiti, lengri rafhlöðuending og miklu betri skjástýring. Apple byrjar á ódýrari tölvunum: Macbook Air, Macbook Pro 13 tveggja porta og Mac Mini. Tölvurnar eru allar væntanlegar á þessu ári og eru strax komnar í sölu í Bandaríkjunum. Allar tölvurnar viðhalda að langmestu leiti fyrri hönnun og allar fá þær “M1” örgjörvann.

M1 örgjörvinn er byggður á ARM hönnun og er með 8 kjarna örgjörva, 7-8 kjarna skjástýringu, 16 kjarna fyrir vélanám og samnýtt vinnsluminni.

Macbook Air fær aðeins uppfærðan skjá og nýja FN-takka (Mic mute, Spotlight og Do Not Disturb). Hún er 3,5x hraðari en fyrri Air tölvan og endist í 18 klukkutíma í stað 12. Hún er viftulaus, hljóðlát og fær betri hljóðnema.

Macbook Pro 13 fær betri hljóðnema, bætta vefmyndavél og heldur sinni stöku viftu. Með viftunni getur hún keyrt M1 aðeins hraðar og er hún 2,8 sinnum hraðari enn fyrri Pro 13. tölvan. Hleðslan endist í 20 tíma sem er það lengsta á fartölvu frá Apple. 

Mac mini er eina tölvan sem verður áfram í boði með Intel örgjörva, og er einnig eina tölvan sem missir eitthvað. Intel tölvan býður upp á meira minni og möguleikan á 10 gígabita netkorti. Mac mini með M1 örgjörva býður mest upp á 16GB en er mun hraðari og býður upp á betri skjástýringu.

Stjórnendur í þætti 255 eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram