257 - Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári

Í þætti vikunnar fara Axel og Bjarni yfir fyrstu reynslu sína af PS5. Allt um nýju Dualsense fjarstýringuna, fjármögnun með bland braski, fjarspilun með PS5 remote play og nýja og gamla leiki. Ef þú náðir náðir ekki að forpanta eintak ertu í vondum málum, því við fengum staðfest frá Óla Jóels hjá Senu að það koma sennilega ekki fleiri eintök af PS5 á þessu ári, þrátt fyrir loforð Sony um fleiri vélar. Í öðrum fréttum förum við yfir Svartan föstudag (eða svarta viku eins og Íslendingar hafa tileinkað sér) og að Google Photos hættir með frítt pláss á myndum. Atla tókst að sjálfsögðu að grafa upp nokkra Apple leka sem hann fer yfir í Applehorninu.

Umsjónarmenn þáttarins eru: Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Kristján Thors.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram