Í þætti vikunnar ræða Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur um allt og ekkert í tæknimálum. Það sem rætt er í þættinum er meðal annars lesbrettið frá Storytel sem við höfum verið með í prufu, vinsælustu íslensku hlaðvörpin, kaup Salesforce á Slack, LG sjónvarpsblæti meðlima Tæknivarpsins og alvarlegur veikleiki í eldri útgáfu af iOS sem var sagt var frá nýlega í fréttum. Og jú dregnar voru til baka fullyrðingar úr síðasta þætti Tæknivarpsins um að ekki kæmu fleiri PS5 vélar til landsins á árinu. Það reyndist rangt því von er á fleiri vélum til landsins á næstu dögum.
Umsjónarmenn í þetta skiptið eru sem fyrr segir: Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur.