261 - Tæknijólagjafir ársins, Cyberpunk 2077 hent út og Solarwinds hakkið

Það er búið að kynna fullt af nýjum símum. Sími með myndavél undir skjá, fyrsti síminn með Snapdragon 888 örgjörva með innbyggðu 5G, og Oneplus sími með litabreytanlegu baki sem enginn þarf. Solarwinds var hakkað, en hvað þýðir það eiginlega? Lekar um Apple bíl eru komnir af stað aftur eftir að þeir lognuðust af og það virðist vera bíll á leiðinni á árinu 2024.

Við rennum svo yfir okkar uppáhalds tæknijólagjafir þetta árið. Spoiler: það eru Apple vörur á listanum.

Stjórnendur í þætti 261 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram