269 - Clubhouse, Elko verðsaga og Ökuvísir

Elko er búið að bæta við verðsögu allra vara á vefverslun sinni. Er það til að vinna inn traust viðskiptavina?  VÍS er búið að opna á Ökuvísinn: app og kubbur til að meta ökuhæfni fólks með það markmið að lækka kostnað trygginga. Er það sniðugt eða brot á friðhelgi? Clubhouse er að tröllríða hinum vestræna heimi og flykkist fólk þangað til að prófa. Clubhouse er einhvers konar lifandi hlaðvarpsmiðill eða Discord með umræðuherbergjum. Íslendingar eru byrjaðir að nýta sér þetta og við fjöllum um sniðuga notkun Reykjavíkurborgar á Clubhouse.

Svo er fullt af tækjafréttum: þrívíddarteikningar af Oneplus 9 og 9 Pro leka, Oppo gefur út síma með 30x myndavél sem getur tekið myndir í smásjá og Apple ofmat verulega eftirspurn á iPhone 12 mini og dregur verulega úr framleiðslu.

Svo ræðum við nýtt bíóhús miðborgarinnar sem hann Halli Ueno var að kaupa og rampa upp.

Stjórnendur eru Atli Stefán, Egill Moran (Mosi) og Kristján Thors áhrifavaldur.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram