272 - Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka

Sýn er búið að selja óvirka innviði og fær fyrir það 6,1 ma. ISK en skuldbindur sig til að leigja búnað til 20 ára á móti. Þetta virðist vera góð sala en hvaða áhrif gæti þetta haft á verð og gæði í framtíðinni?

Origo kaupir upplýsingatækniöryggisfyrirtæki Syndis af eigendum þess og sameinar núverandi deild við Syndis teymið. 

Gögn úr Facebook-hakki frá árinu 2019 skaut upp kolli í vikunni og þar er að finna tugþúsundir Íslendinga og í heild yfir 500 milljón færslur um notendur. Þarna er hægt oftast að finna nafn, netfang og símanúmer notanda. Gögnin eru aðgengileg og það er hægt að fletta sér upp með símanúmeri eða netfangi á haveibeenpwned.com. 

LG hefur ákveðið að hætta framleiða síma eftir að hafa niðurgreitt þá deild í nokkurn tíma. Við hellum niður sýndar-bjór og rennum snögglega yfir feril LG í símum. LG hafði veruleg áhrif ástofnun Simon.is/Tæknivarpsins hópsins, þar sem langflestir stofnendur hópsins áttu LG síma á þeim tíma.

Sonos Roam umfjallanir eru að detta inn og fær litli farhátalarinn bara nokkuð góða dóma. Nokkrir meðlimir Tæknivarpsins eru nú þegar búnir að taka kaupákvörðun. Sonos Roam þykir bera af í sturtum.

Hummer kynnti rafbíl sem er auðvitað ógeðslega stór sportjeppi og kostar um 110 þúsund USD. 

Það er svakalegur örgjörvaskortur í heiminum útaf Covid19 sem hefur veruleg áhrif á nýja kynslóð leikjatölva og leikjaskjákort. Óvíst er hvort það verði eitthvað um birgðir af þessu á árinu.

Stjórnendur í þætti 272 eru Atli Stefán, Axel Paul og Kristján Thors.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram