273 - Apple viðburður í næstu viku og betri kort

Hopp er að stækka þjónustusvæðið sitt og nú er hægt að leigja frá þeim rafhlaupahjól í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. 

Vegagerðin er farin að skila rauntímagögnum um ástand vega inn í kortagrunna hjá Google Maps og Here. 

Rakning C19 appið fer að fá uppfærslu til að nýta sér Bluetooth til að átta sig betur á því hver voru í kringum smitandi aðila.

Apple hefur sent út boðskort fyrir viðburð þriðjudaginn 20. apríl klukkan 17:00 (hér)! Talið er að einhverjar nýjar tölvur verði kynntar, mögulega iMac borðtölvur og Macbook Pro fartölvur. Einnig verða iPad Pro spjaldtölvur mögulega á dagskrá ásamt Airtags staðsetningarkubbum.  

 

Google I/O viðburðurinn hefur einnig verið settur á dagskrá og verður 18-20 maí. Sá viðburður féll niður í fyrra útaf sottlu. Í ár fáum við vonandi að sjá nýjar linsur, heyrnatól og Pixel 5a kynningu.

Stjórnendur í þætti 273 eru Andri Valur, Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram