Google hélt loksins I/O tækniráðstefnuna sína og streymdi aðalkynningu í beinni í vikunni. Þar var farið um víðan völl enda lausna- og vöruframboð Google orðið víðfemt. Þar var fjallað um framtíðina í Android, á fjarfundum og í persónuvernd á netinu. Sjá samantekt hér.
Pixel 6 lekarnir eru byrjaðir og Atli er spenntur fyrir nýrri hönnun. Á sama tíma grætur eini Pixel-notandinn í hópnum myndavélrassinn á bakinu. Tékkið á þessu.
Apple þurfti að pína sig í að kynna nýja þjónustu fyrr en áætlað útaf lekum og hefur afhjúpað taplausa tónlist í Apple music. Það þýðir að tónlistin er ekkert þjöppuð og er í bestu mögulegum gæðum. Allt um það frá Apple hér.
Nýr iMac hefur stigið út úr fjölmiðlabanni og YouTube er yfirfullt af umfjöllun. Við rennum yfir það helsta, en við höfum ekki enn fengið okkar eintak frá Macland.
Stjórnendur í þætti 278 eru Atli Stefán, Andri Valur, Elmar Torfason og Mosi