280 Twitter áskrift og Windows 11 á leiðinni

Það er fullt af íslenskum nýsköpunarfréttum: Greenfo er sproti sem hjálpar fyrirtækjum að reikna umhverfisspor sitt með það markmið að ná því niður, Startup Supernova kynnir topp 9 listann sinn eftir að hafa valið úr 82 umsóknum. Ríkið hefur opnað vefinn Vegvísir.is sem gerir upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir á vegum samgönguráðuneytis og sveitarfélaga aðgengilengri. 

Twitter býður nú upp á áskriftarmöguleika í Kanada og Ástralíu sem heitir Twitter Blue og við rennum yfir kosti hennar. Spoiler alert: enginn af okkar ætlar að kaupa hana.

Microsoft virðist vera alveg við það að kynna nýtt Windows (11) miðað við tíst frá Windows aðgangi þeirra. Takið frá 24. júní og fylgist með. https://twitter.com/Windows/status/1400125115765907458 

Pixelbuds A eru komin í sölu og eru ódýrari Pixelbuds byggð á fyrri hönnun. Google tekur út þráðlausa hleðslu og snertitakka fyrir hljóðstyrk. 

Stjórnendur í þætti 280 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Kristján Thors. 

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram