Apple heldur sína árlegu tækniráðstefnu í vikunni og byrjaði hana á mánudaginn með upptekinni lykilræðu þar sem starfsfólk rennur yfir það nýjasta í stýrikerfum Apple. Ráðstefnan var sneisafull af hugbúnaðaruppfærslum en ekkert bólaði á nýjum Macbook Pro tölvum sem mörg áttu von á. Einnig var lítið að frétta af öflugum tólum fyrir nýjar iPad Pro tölvur.
Stjórnendur eru Andri Valur og Atli Stefán. Við fáum til okkar góðan gest hann Sigurð Stefán Flygenring frá Macland til að fara yfir þetta með okkur.