Afsakið biðina en sería 7 er hafin og rennum yfir tæknifréttir sumarsins! Það gerðist alveg hellingur í sumar: ný tæki frá Samsung sem er hægt brjóta saman, ný Android Wear úr, Pixel 5a, Pixel 6 og 6 pro, Sonos vinnur áfanga í lögsókn sinni gegn Google, Apple fer að skanna iCloud myndefni fyrir barnakl*mi og Atli fékk að prófa Airpods Max heyrnatólin.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason.