287 Amazon Echo fyrir börn og framtíð rafíþrótta

Krónan er kominn með nýjan tæknifídus í appið sitt: Skannað og skundað. Svarmi ætlar að nýta sér Strætó til að hlaða dróna til að taka fullt af myndefni og fleira sniðugt. Sonos Beam hljóðstöngin fékk smá uppfærslu og styður núna Dolby Atmos (eiginlega). Amazon kynnti slatta af nýjum vélbúnaði og þá meðal annars Echo hátalara fyrir börn og Mikka Mús stand fyrir Echo Show. Bose QuietComfort 45 fá góða dóma og halda sínum þægindatitli. Apple Watch virðist geta spottað hjartsláttartruflanir samkvæmt nýlegri rannsókn, en gerir það eitthvað fyrir okkur? 

 

Við fengum góðan gest í þáttinn hann Ólaf Hrafn Steinarsson sem er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (https://www.rafithrottir.is) og við fáum að fræðast um stöðu rafíþrótta á Íslandi. Einn ræðum við nýjasta CS:GO kortið sem er klárlega á Íslandi 🇮🇸

 

Þessi þáttur er í boði Elko sem er að halda firmamót í Rocket League, CSO:GO og FIFA21 tölvuleikjunum. Setjið saman lið á ykkar vinnustað og skráið ykkur á mótið!  https://www.rafithrottir.is/firmamot

 

Þessi þáttur er einnig í boði Bruggstofunnar & Honkítonk BBQ veitingastaðarins. Þar er hægt að fá dýrindis grillmat og ferska drykki. https://www.bruggstofan.com

 

Stjórnendur eru Atli Stefán (https://twitter.com/atliy) og Bjarni Ben (https://twitter.com/bjarniben). 

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram