288 Facebook í tómu tjóni og rafstrætó

Nýtt af íslensku sjónvarpi: Ófærð fer af stað 17. okt og Stella Blomkvist heillar Gulla. Reykjavík er stútfull af erlendum rafíþróttamönnum og Cloud9 fær að kíkja inn í eldfjall. Strætó ætlar að fjölga rafstrætisvögnum og það er víst allt tilbúið fyrir það. Facebook fór á hliðinna og þurfti að spenna upp gagnaver til að komast aftur í gang. Svo hefur Facebook uppljóstrarinn loksins komið fram og fór í viðtal hjá 60 mínútum. En hverju er verið að ljóstra upp? Twitch var illa hakkað en mjög viðkvæm gögn virðast ekki hafa farið víðar. Intel bjó til skammarlega lélega auglýsingu og fær það óþvegið í like/dislike á YouTube. 

Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. 

Kostendur eru Bruggstofan + Honkítonk BBQ, Elko og Arena gaming (þjóðarleikvangur Íslands í rafíþróttum). 

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram