308 Rafræn skilríki misnotuð og Netflix hækkar verð

Það eru fregnir af alvarlegri misnotkun rafrænna skilríkja hjá tveimur aðilum í kringum áttrætt. En þýðir það að rafræn skilríki séu hættuleg eða ónothæf? Mac Studio og Studio Display verð eru komin hjá Macland og við rennum vel yfir þau. Mun Atli kaupa sér eitt sett? Við förum einnig yfir umfjallanir á settinu hjá kollegum okkar. Netflix hækkar verð á áskriftum OG herjar á þau sem deila aðgangi án þess að kaupa sér stærri pakka. Við förum snögglega yfir það sem kom fram á MWC og eitt það áhugaverðasta þar er Thinkpad tölva með ARM örgjörva. Dieter Bohn, ein sá vinsælasti í tæknifjöllunum, lætur af störfum hjá The Verge og kveðjum við hann með trega. Overwatch 2 fer í beta-prófanir 26. apríl og fólk fær póst um að skrá sig. 

Þessi þáttur er í boði Macland

Stjórnendur eru Atli Stefán, Kristján Thors og Vöggur.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram