Þau sem eiga Android síma sem er vel uppfærður geta fengið jarðskjálftatilkynningar beint í símann. Stýrikerfið fær gögn úr hröðunarmælum Android síma og vinnur úr þeim tilkynningu sem giskar á stað og Richter-stuðul. Heiðar Guðjónsson hefur verið keyptur út úr Sýn en er þetta hluti af stærri fléttu? Ljósleiðarinn flýtir fyrir uppbyggingu sinni í samstarfi við Nova. Macbook Air M2 býður afhroðs á YouTube og fær slæm viðbrögð vegna ofhitnunar og aðeins hægari geymsluplássi. En eiga viðbrögð rétt á sér? Pixel 6a fór í sölu og fær glimrandi dóma þrátt fyrir eldgamla linsu. Nothing Phone (1) fór í forsölu og fékk ekkert svo góða dóma. En hann er öðruvísi í heimi leiðinlegra síma. Talandi um aðra skemmtilega síma: það er loksins kominn smár Android sími sem er ekki með drasl innvolsi! Asus Zenfone 9. Atli er búinn að prófa Sony XM5 og Linkbuds, og er mjög hrifinn.
Þessi þáttur er í boði Macland 🍏
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson