Hvernig á að skilja í tækni?

Tæknivarpið tekur enga ábyrgð á því sem stendur hér, enda eru þetta ókeypis ráð 😉

Hvernig á að skilja í tækni?

Mörg pör í dag eru samofin í tækni. Góðir siðir eins og aðskildir aðgangar einfalda málin seinna meir, en fjölskyldupakkar eru talsvert vinsælir í dag á streymiveitum og því erfitt að halda aðskilnaði.

Byrjum á góðum siðum:

  • Ekki deila aðgöngum nema þið þurfið þess, eins þarf fyrir Netflix Family og Spotify Premium Family
  • Alls ekki endurnota lykilorð á milli aðganga - notið einkvæm lykilorð þegar þið getið
  • Í því samhengi, þá er mjög sniðugt að notast við lyklakippu til að búa til og geyma lykilorð. Ég mæli með 1Password og Dashlane.

Einhverjar streymiveitur bjóða upp á að færa aðgang af fjölskylduáskrift yfir á nýjan aðgang. Það er tiltölulega nýlega farið að bjóða upp á svona og þá aðallega til að koma í veg fyrir samnýtingu aðganga á milli heimila. 

Netflix er nýbúið að kynna lausn til að taka aðgang eða prófíl af fjölskylduáskrift. Þessi fídus heitir Profile Transfers. https://help.netflix.com/en/node/122698. Fídusinn færir aðgang inn á nýja áskrift, ekki aðra gildandi áskrift: https://help.netflix.com/en/node/124844

Spotify býður upp á að færa lagalista á milli aðganga, sem þarf að gera handvirkt. Það þarf að opna alla lagalsita (gera þá public).

Apple var að gefa út nýjan fídus til að skera á öll samskipti við fyrrum maka í þeirra vistkerfi. Fídusinn heitir Apple Safety Check og slekkur á deilingu staðsetningar, skjala og fleira. Það er mjög mikilvægt að virkja slíkt í slæmum skilnuðum því mörg pör deila staðsetningu.  

Android býður upp á svipað með Privacy Dashboard: https://www.androidcentral.com/how-access-and-use-android-12-privacy-dashboard 

Fyrstu skrefin í skilnaði í tækni eru:

  • Skiptu um öll lykilorð (og settu ný lykilorð upp á lyklakippu ef þú varst ekki með þannig nú þegar) á samfélagsmiðlum, netbanka og tölvupósti.
  • Hvaða tæki eru tengd við skýin? Eru einhver skjöl á þeim? Fara skilaboð í iPad-inn þinn líka? Skráðu þig út af öllum tækjum, sem flestar skýjalausnir bjóða upp á: https://support.google.com/accounts/answer/3067630?hl=en og https://support.apple.com/en-us/HT208242
  • Aðskildu bankareikninga. Sendu tekjurnar þínar inn á þinn eigin reikning og breyttu um PIN.
  • Skiptu um PIN á greiðslukortum inn í netbanka appinu þínu.
  • Fjarlægðu greiðslukort úr Apple Pay https://support.apple.com/en-gb/guide/iphone/iph7b666943a/ios
  • Ef maki er skráður sem varaleið eða neyðartengiliður, breytið þeim skráningum sem fyrst.
  • Farið í gegnum stillingar fyrir friðhelgi á samfélagsmiðlum.
  • Taktu afrit af gögnum sem þið eigið sameiginilega eða eru inn á aðgangi maka.

Það getur verið sniðugt að stofna nýjan tölvupóst við skilnað, og færa allt yfir þangað sem skiptir máli.

Ekki freistast í að njósna um fyrrum maka, það er langoftast slóð eftir þig í nýlegum stafrænum lausnum.

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram