Það er óvenjumikið að frétta hér af Íslandi síðustu vikur: Nova er á leið í opið útboð, forsetinn fór út til BNA til að berjast fyrir íslensku ásamt flottu föruneyti,
Sýn vill ekki eiga innviði enn vill byggja upp sæstrængjainnviði og CERT-IS varar við gömlum útrunnum lénum sem eru notuð til að hakka fólk (plís kveikið á tveggja þátta auðkenningum!). Google bakkar með að rukka Workspace fyrir þá einstaklinga sem nota sitt eigið lén til einkanota, Google Drive fær (loksins) afritunarflýtileiðir, OneNote fær yfirhalningu á næstunni, Ikea býr til Matter hub og app, lítið bassabox frá Sonos á leiðinni á viðráðanlegu verði, Microsoft styrkir sig í ARM-málum og gamalt sjónvarp slær út nettengingar heils þorps í Wales.
WWDC er svo í næstu viku og við fá Sigurð Stefán Flygenring í heimsókn til að kemba í gegnum orðróma um tæki og hugbúnað frá Apple.
Þessi þáttur er í boði Macland.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Andri Valur. Atli þurfti að bregða frá í lokin en Sigurður og Andri sáu um að klára orðrómana.