Tæknivarpið tekur enga ábyrgð á því sem stendur hér, enda eru þetta ókeypis ráð 😉
Mörg pör í dag eru samofin í tækni. Góðir siðir eins og aðskildir aðgangar einfalda málin seinna meir, en fjölskyldupakkar eru talsvert vinsælir í dag á streymiveitum og því erfitt að halda aðskilnaði.
Byrjum á góðum siðum:
Einhverjar streymiveitur bjóða upp á að færa aðgang af fjölskylduáskrift yfir á nýjan aðgang. Það er tiltölulega nýlega farið að bjóða upp á svona og þá aðallega til að koma í veg fyrir samnýtingu aðganga á milli heimila.
Netflix er nýbúið að kynna lausn til að taka aðgang eða prófíl af fjölskylduáskrift. Þessi fídus heitir Profile Transfers. https://help.netflix.com/en/node/122698. Fídusinn færir aðgang inn á nýja áskrift, ekki aðra gildandi áskrift: https://help.netflix.com/en/node/124844
Spotify býður upp á að færa lagalista á milli aðganga, sem þarf að gera handvirkt. Það þarf að opna alla lagalsita (gera þá public).
Apple var að gefa út nýjan fídus til að skera á öll samskipti við fyrrum maka í þeirra vistkerfi. Fídusinn heitir Apple Safety Check og slekkur á deilingu staðsetningar, skjala og fleira. Það er mjög mikilvægt að virkja slíkt í slæmum skilnuðum því mörg pör deila staðsetningu.
Android býður upp á svipað með Privacy Dashboard: https://www.androidcentral.com/how-access-and-use-android-12-privacy-dashboard
Fyrstu skrefin í skilnaði í tækni eru:
Það getur verið sniðugt að stofna nýjan tölvupóst við skilnað, og færa allt yfir þangað sem skiptir máli.
Ekki freistast í að njósna um fyrrum maka, það er langoftast slóð eftir þig í nýlegum stafrænum lausnum.